Episodes

Wednesday Sep 07, 2022
Linda Fanney Valgeirsdóttir
Wednesday Sep 07, 2022
Wednesday Sep 07, 2022
Að þessu sinni var rætt við Lindu Fanney Valgeirsdóttur, framkvæmdastýru nýsköpunarfyrirtækisins Alor sem er að þróa umhverfisvænar álrafhlöður. Linda Fanney ólst upp á bænum Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði og er faðir hennar, Valgeir einn af stofnendum Alor. Í þættinum segir Linda Fanney frá fyrirtækinu Alor og hvernig er að starfa við nýsköpun.

Thursday Jul 28, 2022
Margrét Katrín Guttormsdóttir
Thursday Jul 28, 2022
Thursday Jul 28, 2022
Margrét er verkefnastjóri textílab á Blönduósi. Í þættinum segir hún okkur frá textíllabinu, hvaða tæki eru í boði og hvernig er hægt að nýta smiðjuna.

Wednesday Jul 06, 2022
Sólveig Pétursdóttir og Þuríður Helga Jónasdóttir
Wednesday Jul 06, 2022
Wednesday Jul 06, 2022
Sólveig Pétursdóttir og Þuríður Helga Jónasdóttir (Solla og Helga) eru búsettar á Hofsósi og stofnuðu Verðandi endurnýtingarmiðstöð. Markmiðið þeirra er gefa hlutum sem stendur til að henda nýtt líf með því að endurnýta þá og draga þannig úr sóun. Í þessum þætti segja þær okkur betur frá því hvað Verðandi Endurnýtingamiðstöð er, hvaða verkefni þær eru að fást við, hvað drýfur þær áfram og hvernig þær sjá framtíðina fyrir sér.

Wednesday Dec 22, 2021
Jóhann Daði Gíslason
Wednesday Dec 22, 2021
Wednesday Dec 22, 2021
Viðmælandi þáttarins að þessu sinni er viðburðastjórinn Jóhann Daði Gíslason. Hann hélt stærstu jólatónleika ársins í landshlutanum, Jólin heima, um miðjan desember í Varmahlíð. Í þættinum ræðir Jóhann við Helga Sæmund Guðmundsson um viðburðahald í landshlutanum. Þeir hafa báðir reynslu af slíku og ræða tækifærin og áskoranir og mikilvægi þess að halda menningarviðburði í heimabyggð þar sem tónlistarfólk fær tækifæri til að koma fram. Einnig var rætt um jólin í Skagafirði, hefðirnar og árlegu jóla viðburðina.

Thursday Nov 25, 2021
Sandra Granquist
Thursday Nov 25, 2021
Thursday Nov 25, 2021
Sandra Granquist er búsett í Húnaþingi vestra. Hún er doktor í vistfræði sela, deildarstjóri selarannsóknardeildar Selaseturs Íslands og sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Sandra er frá Svíþjóð en flutti til Íslands fyrir 24 árum. Hún segir okkur frá starfinu, áhugamálinu sem hefur undið aðeins upp á sig og hvernig er að búa á Norðurlandi vestra.

Tuesday Aug 31, 2021
Guðbjörg Halldórsdóttir
Tuesday Aug 31, 2021
Tuesday Aug 31, 2021
Guðbjörg Halldórsdóttir flutti nýlega með manninum sínum og þremur börnum á Sauðárkrók. Hún hefur nú tekið til starfa sem leikskólastjóri á leikskólanum Ársölum. Hún segir okkur frá búferlaflutningunum, tækifærunum á Norðurlandi vestra og nýja starfinu.

Wednesday Jul 21, 2021
Edda Brynleifsdóttir
Wednesday Jul 21, 2021
Wednesday Jul 21, 2021
Edda Brynleifsdóttir á og rekur verslunina Hitt og þetta á Blönduósi. Hún segir okkur frá versluninni, viðskiptavinum hennar, staðsetningunni og hvað henni líkar best við að búa á Blönduósi og á Norðurlandi vestra. Stutt en áhugavert spjall við konu sem lætur fátt stoppa sig.

Wednesday Jun 09, 2021
Sigurður Hauksson
Wednesday Jun 09, 2021
Wednesday Jun 09, 2021
Sigurður Hauksson, forstöðumaður skíðasvæði Tindastóls, hefur undanfarin ár búið í Bandaríkjunum en er nú búsettur í Skagafirði. Hann er stórhuga varðandi skíðasvæðið og stefnir að því að breyta svæðinu í heilsársstarfi með spennandi hjólabrautum.

Thursday May 20, 2021
Sigrún Helga Indriðadóttir
Thursday May 20, 2021
Thursday May 20, 2021
Sigrún Helga Indriðadóttir er borin og barnfædd Skagfirðingur og býr á bænum Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi. Sigrún er bóndi, listamaður og smáframleiðandi. Á Stórhóli er að finna Rúnalist Gallerí, en það er vinnustofa og lítil búð þar sem selt er handverk og afurðir búsins.

Thursday Apr 29, 2021
Kristinn Gísli Jónsson
Thursday Apr 29, 2021
Thursday Apr 29, 2021
Landsliðskokkurinn Kristinn Gísli Jónsson hefur unnið fjölda verðlauna í matreiðslu og unnið á flottustu veitingastöðum landsins. Í hlaðvarpsþættinum segir hann okkur frá ævintýrum sínum sem kokkur en hann snéri aftur heim í Skagafjörð í heimsfaraldrinum og matreiðir nú á Gránu Bistro á Sauðárkróki.