Fólkið á Norðurlandi vestra
Kristinn Gísli Jónsson

Kristinn Gísli Jónsson

April 29, 2021

Landsliðskokkurinn Kristinn Gísli Jónsson hefur unnið fjölda verðlauna í matreiðslu og unnið á flottustu veitingastöðum landsins. Í hlaðvarpsþættinum segir hann okkur frá ævintýrum sínum sem kokkur en hann snéri aftur heim í Skagafjörð í heimsfaraldrinum og matreiðir nú á Gránu Bistro á Sauðárkróki.

Dóra Sigurðardóttir

Dóra Sigurðardóttir

April 9, 2021

Viðmælanadinn þáttarins er listakonan Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir. Hún er með vinnustofu við Vatnsdalshóla þar sem hún gerir allskyns listaverk á borð við málverk, handmáluð kerti, kort, skrautskrifuðu skjöl undir nafninu Listakot Dóru. 

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir

March 25, 2021

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir rekur litla garðyrkjustöð í Skagafirði undir nafninu Breiðargerði þar sem framleitt er ferskt grænmeti og afurðir úr því.

Helgi Sæmundur Guðmundsson

Helgi Sæmundur Guðmundsson

March 18, 2021

Helgi Sæmundur Guðmundsson, tónlistarmaður og annar liðsmaður hljómsveitarinnar Úlfur Úlfur segir okkur frá því hvernig er að vera tónlistar- og allt muligt maður úti á landi.

Ólína Sif Einarsdóttir

Ólína Sif Einarsdóttir

March 10, 2021

Ólína Sif Einarsdóttir flutti nýlega aftur heim á Sauðárkrók eftir nám í grafískri hönnun í Bandaríkjunum. Hún starfar nú sem sjálfstætt starfandi hönnuður undir nafninu ÓE Design. Meðal þeirra verkefna sem hún sinnir eru plakötin Bærinn minn, lógó hönnun, nafnspjöld, uppsetning á auglýsingum og bæklingum. 

Hólmfríður Sveinsdóttir

Hólmfríður Sveinsdóttir

February 23, 2021

Í febrúar 2021 stóð SSNV fyrir samtalsröð á facebook undir yfirskriftinni Spjallað um landbúnað. Einn viðmælanda var Hólmfríður Sveinsdóttir, ráðgjafi á sviði nýsköpunar hjá Mergi ráðgjöf og er spjallið við Hólmfríði hér birt í heild sinni. Hólmfríður hefur áralanga reynslu í nýsköpunargeiranum og hefur skýra sýn á þau tækifæri sem í henni felast.

Kári Kárason

Kári Kárason

March 11, 2020

Flestir Íslendingar þekkja Vilko en færri vita að fyrirtækið er staðsett á Blöndósi og hversu viðamikil starfsemi fyrirtækisins er.

Kári Kárason framkvæmdastjóri segir okkur allt um það og deilir meira að segja með okkur í lokin nýrri útfærslu af kakósúpunni víðfrægu sem fyrirtækið framleiðir sem krakkar eru víst afar hrifnir af.

Áskell Heiðar Ásgeirsson

Áskell Heiðar Ásgeirsson

March 4, 2020

Það er óhætt að segja að í Skagafirði drjúpi saga af hverju strái og það er einmitt hún sem er í lykilhlutverki á sýningunni 1238 sem opnaði árið 2019 á Sauðárkróki.

Þar eru sögunni gerð skil og miðlað með nýjustu tækni á afar vel heppnaðan hátt. Áskell Heiðar Ásgeirsson segir okkur frá sýningunni og því sem þar er boðið upp á.

Dagný Marín Sigmarsdóttir

Dagný Marín Sigmarsdóttir

February 12, 2020

Við lítum við í Spákonuhofi á Skagaströnd og spjöllum við Dagný Marín Sigmarsdóttur sem þar er í forsvari.

Dagný segir okkur frá hugmyndinni með sýningunni sem þar er að finna, hvernig þar er tekið á móti gestum og ýmsu fleiru sem tengist spádómum. Í lokin er svo hægt að heyra Dagný lesa í rún sem dregin er.

Katharina Schneider

Katharina Schneider

December 18, 2019

Við hittum Katharinu Schneider verkefnisstjóra í Textílmiðstöð Íslands í sögufrægu húsi Kvennaskólans á Blönduósi.

Vð forvitnuðumst um þá starfsemi sem fer fram í húsinu og kynntumst Katharinu sjálfri.

Podbean App

Play this podcast on Podbean App