Fólkið á Norðurlandi vestra
Kári Kárason

Kári Kárason

March 11, 2020

Flestir Íslendingar þekkja Vilko en færri vita að fyrirtækið er staðsett á Blöndósi og hversu viðamikil starfsemi fyrirtækisins er.

Kári Kárason framkvæmdastjóri segir okkur allt um það og deilir meira að segja með okkur í lokin nýrri útfærslu af kakósúpunni víðfrægu sem fyrirtækið framleiðir sem krakkar eru víst afar hrifnir af.

Áskell Heiðar Ásgeirsson

Áskell Heiðar Ásgeirsson

March 4, 2020

Það er óhætt að segja að í Skagafirði drjúpi saga af hverju strái og það er einmitt hún sem er í lykilhlutverki á sýningunni 1238 sem opnaði árið 2019 á Sauðárkróki.

Þar eru sögunni gerð skil og miðlað með nýjustu tækni á afar vel heppnaðan hátt. Áskell Heiðar Ásgeirsson segir okkur frá sýningunni og því sem þar er boðið upp á.

Dagný Marín Sigmarsdóttir

Dagný Marín Sigmarsdóttir

February 12, 2020

Við lítum við í Spákonuhofi á Skagaströnd og spjöllum við Dagný Marín Sigmarsdóttur sem þar er í forsvari.

Dagný segir okkur frá hugmyndinni með sýningunni sem þar er að finna, hvernig þar er tekið á móti gestum og ýmsu fleiru sem tengist spádómum. Í lokin er svo hægt að heyra Dagný lesa í rún sem dregin er.

Katharina Schneider

Katharina Schneider

December 18, 2019

Við hittum Katharinu Schneider verkefnisstjóra í Textílmiðstöð Íslands í sögufrægu húsi Kvennaskólans á Blönduósi.

Vð forvitnuðumst um þá starfsemi sem fer fram í húsinu og kynntumst Katharinu sjálfri.

Evelyn Ýr Kuhne

Evelyn Ýr Kuhne

December 11, 2019

Evelyn Ýr Kuhne á Lýtingsstöðum í Skagafirði hefur ásamt fjölskyldu sinni byggt upp öfluga ferðaþjónustu með íslenska hestinn, hestaferðir og hestasýningar í forgrunni.

Samhliða þessu hefur Evelyn tekið virkan þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar í landshlutanum og fékk á dögunum viðurkenningu frá Markaðsstofu Norðurlands fyrir störf sín í þágu ferðaþjónustunnar.

Viggó Jónsson

Viggó Jónsson

December 4, 2019

Það er heilmikið að gerast á skíðasvæðinu Tindastóli.

Viggó Jónsson framkvæmdastjóri tekur á móti okkur í skíðaskálanum og segir okkur frá þeirri uppbyggingu sem hér er í gangi, framtíðarplönin og annað sem hann er að sýsla við.

Nýverið var skrifað undir styktarsamning mili AVIS og skíðadeildarinnar og á myndinni sjást Baldur Sigurðsson, umboðsmaður AVIS á Sauðárkróki, Viggó (2. frá vinstri), Axel Gómez framkvæmdastjóri AVIS og Arnþór Jónsson, sölustjóri (Mynd PF).

Karólína í Hvammshlíð

Karólína í Hvammshlíð

November 27, 2019

Karólína í Hvammshlíð kallar ekki allt ömmu sína.

Hún flutti íbúðarhúsið sitt úr Hegranesi í Skagafirði yfir í Hvammshlíð í Austur Húnavatnssýslu. Þá hafði jörðin verið í eyði í 130 ár og býr þar með hundunum sínum tveimur og 50 kindum.

Hún hefur búið sér hlýlegt heimili og sinnir hinum ýmsu verkefnum auk búskapar.

Við tókum hús á Karólínu, áttum hjá henni góða stund og heyrðum af hennar högum.

Jóhannes Gunnar Þorsteinsson

Jóhannes Gunnar Þorsteinsson

November 20, 2019

Jóhannes Gunnar Þorsteinsson starfar sem tölvuleikjahönnuður í Vesturárdal í Húnaþingi vestra. Hann starfar aðallega fyrir Hollenskt fyrirtæki og á í samstarfi við aðila út um allan heim - allt af skrifstofunni sinni á Kollafossi.

Við fengum að heyra hvaða leið Jóhannes fór til að mennta sig í leikjahönnun og hvað hann gerir til að viðhalda tengslum við leikjaheiminn þó hann sé búsettur fjarri honum.

Dr. Vilhelm Vilhelmsson

Dr. Vilhelm Vilhelmsson

November 13, 2019

Dr. Vilhelm Vilhelmsson er forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra.

Vilhelm er doktor í sagnfræði og lék okkur forvitni á að vita hvernig það er að vera fræðimaður á landsbyggðinni og hvaða tækifæri eða áskoranir felast í því.

Hallbjörn Björnsson

Hallbjörn Björnsson

November 6, 2019

Hallbjörn Björnsson er ráðgjafi í viðskiptagreind og fjármálum hjá Capacent á starfstöð fyrirtækisins á Sauðárkróki.

Hann er einn af þeim sem tók starfið sitt með heim og nýtur nú náttúrunnar í Skagafirði og þeirra fjölmörgu tækifæra sem hún býður upp á til útivistar og annarra ævintýra.