Fólkið á Norðurlandi vestra
Þröstur Erlingsson

Þröstur Erlingsson

October 16, 2019

Þröstur Erlingsson og kona hans Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir stunda blandaðan búskap í Birkihlíð í Skagafirði.

Þau hafa stigið áhugaverð skref í átt til þess að auka virði framleiðslu sinnar með því að koma upp kjötvinnslu á bænum. Þröstur segir okkur frá því hvernig það hefur gengið og hvað hefur helst komið á óvart við að vera í beinum tengslum við neytendur.

Guðrún Helga Magnúsdóttir

Guðrún Helga Magnúsdóttir

October 9, 2019

Guðrún Helga Magnúsdóttir er í hópi unga fólksins sem ákveður að flytja aftur heim að loknu námi.

Hún er Zumba- og jógakennari, nuddari, starfar sem leiðbeinandi með umsjón í 7. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra og hyggur á kennaranám.

Þórhildur M. Jónsdóttir

Þórhildur M. Jónsdóttir

October 2, 2019

Í Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd hefur verið komið upp vottuðu vinnslurými fyrir smáframleiðendur sem vilja vinna framleiðsluvörur sínar sjálfir.

Þar ræður ríkjum Þórhildur M. Jónsdóttir matreiðslumeistari og aðstaðar hún viðskiptavini við vöruþróun og framleiðslu. Hún framleiðir líka sjálf gómsæta heitreykta bleikju.

Helga Rós Indriðadóttir

Helga Rós Indriðadóttir

September 25, 2019

Sópransöngkonan Helga Rós Indriðadóttir er búsett í Varmahlíð í Skagafirði.

Hún hefur komið að mörgum metnaðarfullum menningarverkefnum þar í sveit og segir okkur frá því hvernig það er að vera listamaður á Norðurlandi vestra.

 

Birta Þórhallsdóttir

Birta Þórhallsdóttir

September 18, 2019

Það eru ekki margir sem geta státað af því að búa á menningarsetri.

Birta Þórhallsdóttir býr í menningarsetrinu Holti á Hvammstanga og starfrækir þar örbókaútgáfuna Skriðu, heldur menningarviðburði og sinnir eigin skrifum og þýðingum.

Hún segir okkur frá listinni, húsinu sínu og af hverju hún ákvað að kaupa sér hús á Hvammstanga.

Hrefna Jóhannesdóttir

Hrefna Jóhannesdóttir

September 11, 2019

Hrefna Jóhannesdóttir hefur marga hatta. Hún er skógarbóndi, skipulagsfulltrúi , oddviti og ýmislegt fleira. Hún býr ásamt fjölskyldu sinni á Silfrastöðum í Akrahreppi í Skagafirði á skógræktarjörð. Hún segir okkur frá hvaðan skógræktaráhuginn kemur og tækifærunum í skógræktinni, störfum sínum sem hún vinnur mikið til í fjarvinnu af heimili sínu á Silfrastöðum og oddvitahlutverkinu svo fátt eitt sé talið.

 

Alexandra Jóhannesdóttir

Alexandra Jóhannesdóttir

September 4, 2019

Hvað verður til þess að ungur lögfræðingur í Reykjavík ákveður að sækja um sveitarstjórastöðu á Norðurlandi vestra.

Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri á Skagaströnd tók þá ákvörðun, fékk starfið og fluttist norður. Hún segir okkur frá störfum sveitarstjóra og hvernig hún kann við sig á Norðurlandi vestra.

Sigurður Líndal

Sigurður Líndal

August 28, 2019

Hann fluttist til Hvammstanga frá London árið 2015 eftir að hafa starfað þar við leiklist, leikstjórn, kennslu og hjá ferðarisanum Expedia.

Fékk starf sem framkvæmdastjóri Selasetursins á Hvammstanga og hefur látið til sín taka í menningarmálum svo eftir er tekið.

Sigurður Líndal spjallar við okkur um mikivægi menningar fyrir byggðarlög og segir frá þeim verkefnum sem hann hefur staðið fyrir á Norðurlandi vestra.

Ingvi Hrannar Ómarsson

Ingvi Hrannar Ómarsson

August 21, 2019

Hann hefur vakið athygli fyrir störf sín við kennslu og kennsluráðgjöf hér heima og erlendis. Er duglegur við að miðla þekkingu sinni og fékk einstakt tækifæri til að stunda nám við Stanfordháskóla í Bandaríkjunum. Ingvi Hrannar Ómarsson smitar okkur af krafti og orku þegar hann segir frá áhuga sínum á kennslu og frá sýn sinni og lífsspeki.

Karen Helga Steinsdóttir

Karen Helga Steinsdóttir

August 14, 2019

Karen Helga Steinsdóttir býr í Víkum á Skaga í Skagabyggð ásamt Jóni manni sínum og syni þeirra. Svo eiga þau von á öðru barni í sumarlok. Auk þess að reka sauðfjárbú er Karen sveitarstjórnarmaður og líklega með yngri slíkum á landinu aðeins 24 ára gömul. Karen segir okkur frá lífinu í Víkum og hvernig það er að vera sveitarstjórnarmaður í 97 manna sveitarfélagi.